Verkefni

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi

HVE Stykkishólmi

  • Verkkaupi: Velferðarráðuneytið
  • Staða: Framkvæmd lokið
  • Verkefnisnúmer: 508 2000
  • Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir, áætlunargerð Hafsteinn Steinarsson, verkleg framkvæmd
  • Heilbrigðisstofnun Vesturlands
  • HVE Stykkishólmi

Um verkefnið

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi er til húsa í sjúkrahúsinu að Austurgötu 7 og skiptist í sjúkrahús og heilsugæslustöð. 

Verkefnastjóri áætlunargerðar fyrir hönd FSR var Gíslína Guðmundsdóttir.

Breyta á húsnæðinu þannig að í því verði 15 herbergja hjúkrunarheimili og fjögurra herbergja dvalarheimili. Þá verður núverandi sjúkrahús endurskipulagt, en heilsugæslunni haldið óbreyttri. Verkefnastjóri verklegrar framkvæmdar fyrir hönd FSR var Hafsteinn Steinarsson.

 Áfangi 1a

Breytingarnar verða framkvæmdar í 3 áföngum, en hverjum þeirra er skipt í mismörg framkvæmdaskref. Verkið sem hér er lýst, áfang 1a, er fólgið í breytingum í byggingu A (gamla sjúkrahúsið) á svæði fyrirhuguðu fyrir matsal starfsmanna. Það er í suðvesturhorni 1. hæðar, um 11 x 7 metrar að grunnfleti. Hreinsa á út nánast allt á þessu svæði, innréttingar, gólfefni og ílögn, niðurhengd loft, vatns- og hitalagnir, loftræstilagnir, raflagnir og nánast alla innveggi. Um leið og berandi innveggir verða teknir þarf að setja upp stálvirki til að tryggja að burðarkerfi hússins haldist óskert. Skila á svæðinu samkvæmt þessu sem næst „fokheldu að innan“. 

Áfangi 1a var boðinn út í júní 2013 og voru áætluð lok þessa áfanga 9. ágúst 2013. 

Áfangi 1b

Áfangi 1b felst í breytingum í byggingu A (gamla sjúkrahúsið. Matsalur starfsmanna verður innréttaður og fullgerður með kæli og frystiaðstöðu fyrir eldhús. Skipt verður um gólf- og loftaefni, veggir málaðir og lagnir endurnýjaðar. Á sömu hæð og svæði B1 verður salerni og ræstiaðstaða endurgerð, hluta af gólf- og loftaefni skipt út og lagnir endurnýjaðar. Á svæði B2 við inngang á jarðhæð er verið að endurinnrétta anddyri með nýjum rennihurðum, gólf- og loftaefnum. Utandyra skal setja upp nýjan skjólvegg og klæða upp í loft anddyris með timburklæðningu. 

Áfangi 1b var boðin út 9. ágúst 2013.