Verkefni

Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Stykkishólmi, áfangi 1B

  • Verkkaupi: Velferðarráðuneytið
  • Staða: Framkvæmd lokið
  • Verkefnisnúmer: 508 2001
  • Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir, áætlunargerð Guðbjartur Á. Ólafsson, verkleg framkvæmd
  • Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Heilbrigðisstofnun Versturlands í Stykkishólmi er til húsa í sjúkrahúsinu að Austurgötu 7 og skiptist í sjúkrahús og heilsugæslustöð. 

Verkefnastjóri áætlunargerðar fyrir hönd FSR var Gíslína Guðmundsdóttir.

Húsnæðinu var breytt þannig að í því er nú 15 herbergja hjúkrunarheimili og fjögurra herbergja dvalarheimili. Þá var sjúkrahúsið endurskipulagt en heilsugæslunni haldið óbreyttri. 

Áfangi 1b

Áfangi 1b felst í breytingum í byggingu A (gamla sjúkrahúsið). Innrétta á og fullgera matsal starfsmanna og koma fyrir kæli og frystiaðstöðu fyrir eldhús. Skipt verður um gólf og loftaefni, veggir málaðir og lagnir endurnýjaðar. Á sömu hæð á svæði B1 verður salerni og ræstiaðstaða endurgerð, hluta af gólf- og loftaefni skipt út og lagnir endurnýjaðar. Á svæði B2 við inngang á jarðhæð er verið að endurinnrétta anddyri með nýjum rennihurðum, gólf- og loftaefnum. Utandyra skal setja upp nýjan skjólvegg og klæða upp í loft anddyris með timburklæðningu.
Laugardaginn 9. ágúst var óskað eftir tilboðum í áfanga 1B.