Verkefni

Hringbrautarverkefnið - Sjúkrahótel

 • Verkkaupi: Stofnanir
 • Staða: Framkvæmd lokið
 • Verkefnisnúmer: 633 2001
 • Verkefnastjóri: Ármann Óskar Sigurðsson
 • Tímaáætlun: Verklok í janúar 2019
 • Sjúkrahótel
 • Sjúrkahótel
 • Sjúrkahótel
 • Kristján Þór Júlíusson teku fyrstu skóflustunguna

Um verkefnið

Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin í heildaruppbyggingunni sem framundan er á Landspítala Hringbraut. Í sjúkrahótelinu eru 75 herbergi. 

Húsið er á norðvesturhluta lóðar spítalans milli kvennadeildahúss, K-byggingar og Barónsstígs. Sjúkrahótelið er á fjórum hæðum auk kjallara. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó) eða 14.780 rúmmetrar (brúttó) með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. 

Innangengt er milli sjúkrahótelsins og barnaspítalans / kvennadeilda. 

Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spital-hópnum. Húsið er prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmann, samkvæmt samkomulagi við Listskreytingarsjóð.

Sjá nánar um verkefnið á vefsíðu Nýs landspítala og hjá verkefnastjóra FSR. 

Frumathugun og áætlunargerð

Upplýsingar um frumathugun og forhönnun er meðal annars að finna í skilagrein FSR hér

Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin í heildaruppbyggingunni sem framundan er á Landspítala Hringbraut. Í sjúkrahótelinu eru 75 herbergi. 

Húsið er á norðvesturhluta lóðar spítalans milli kvennadeildahúss, K-byggingar og Barónsstígs. Sjúkrahótelið er á fjótum hæðum auk kjallara. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó) eða 14.780 rúmmetrar (brúttó) með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. 

Innangengt er milli sjúkrahótelsins og barnaspítalans / kvennadeilda. 

Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spital-hópnum. Húsið er prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmann, samkvæmt samkomulagi við Listskreytingarsjóð.

Sjá nánar um verkefnið á vefsíðu Nýs landspítala og hjá verkefnastjóra FSR. 

Umhverfismál

Sjúkrahótelið er fyrsta byggingin sem FSR lýkur við, þar sem stuðst er við BREEAM vottun. Sú vottun mælir umhverfisáhrif byggingarinnar út frá hönnun hennar, framkvæmdum og fleiri mælikvörðum.

Sjúkrahótelið fékk fékk 81% stiga í hönnunarvottun hússins og hlaut því svokallaða „Excellent“ einkunn samkvæmt BREEAM kerfinu. Til að fá þá einkunn þarf að horfa til heildarumhverfisáhrifa byggingarinnar við undirbúning, framkvæmd og reksturs hennar. Er þetta hæsta einkunn sem bygging hefur fengið í BREEAM hönnunarvottun á Íslandi.

Ef þú vilt fræðast um BREEAM vottunarkerfið fyrir sjálfbærar byggingar þá bendum við á að heimsækja heimasíðu matskerfisins (www.breeam.com)

Lykiltölur varðandi framkvæmdina (Key information about the construction)

· Byggingin er 4 hæðir auk kjallara og með 50 m2 sólskála á þaki byggingarinnar fyrir þá sem þar dvelja og gesti

· Heildarfermetrafjöldi byggingarinnar er 4258 m2

· Byggingin stendur á lóð Landspítala, en segja má að lóð hússins sé um 3.600 m²

· Sá hluti byggingarinnar sem flokka má sem starfsrými (functional areas) eru 2829 m2

· Gangar, lyfturými, stigar, anddyri og önnur flæðirými eru 1171 m2

· Geymslur eru 75 m2

· Önnur rými í húsinu eru tæknirými (rými undir loftræstingu, vatn, lagnir ofl.)

· Á lóðinni er 60 m2 leiksvæði barna, opið almenningi.

Kostnaður (Costs)

Endanlegt uppgjör vegna framkvæmdakostnaðar sjúkrahótels liggur ekki fyrir en upplýsingar um hann verða lagðar hér inn þegar uppgjöri við verktaka er lokið.

Áætluð vatnsnotkun (Estimated consumtion of water)

 • Áætluð vatnsnotkun í byggingunni er 4,38 (m3/mann/ári)
 • Regnvatn er ekki nýtt í byggingunni né er um endurnýtingu vatns að ræða í henni.

Áætluð orkunotkun (Estimated energy consumption)

Byggingin er alfarið hituð með jarðvarma og lýst með raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum, upprunnum í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Engin orka er framleidd í byggingunni.

 • Áætluð rafmagnsnotkun byggingarinnar er 87,6 (kWh/m2)
 • Áætluð upphitun (hitanotkun) byggingarinnar er 161,4 (kWh/m2)

Lágmörkun umhverfisáhrifa (Minimization of environmental impact)

Við mat og vottun á framkvæmdinni var horft til krafna BREEAM matskerfisins, sem skiptast í níu flokka. Þessir þættir eru umhverfisstjórnun, heilsa og vellíðan, orka, samgöngur, vatn byggingarefni, úrgangur, landnotkun, vistfræði og mengun. Sem dæmi um kröfu sem snúa að heilsu og vellíðan má nefna viðmið um hljóðvist, hönnun, lýsingu, loftflæði, efnisvals gólfefna og málningarefna.

Sjúkrahótelið skoraði tiltölulega hátt í þáttum sem snúa að viðamiklu samráði við væntanlega notendur á hönnunarstigi og umhverfis- og öryggisstjórnun á verktíma. Sérstaklega var hugað að atriðum sem bættu innivist byggingarinnar, einkanlega hvað varðar loftgæði og val á byggingarefnum eins og gólfefnum, loftaefnum, málningu, lími og lökkum. Slík byggingarefni innihalda undir ákveðnum mörkum af rokgjörnum lífrænum efnum t.d. formaldíði. Þá var gerð greining á líftímakostnaði byggingarinnar (LCC, e. Life Cycle Cost), þar sem greindur var heildarkostnaður vegna byggingar og reksturs mannvirkisins frá upphafi til enda. Framkvæmdin skoraði einnig hátt varðandi aðgang að vistvænum samgöngum svo sem fyrir góða aðstaðu fyrir hjólandi, sturtuaðstaða og rafbílastæði. Öruggar göngu- og hjólaleiðir verða einnig hannaðar á Landspítalalóðinni. Þá hefur verið unnið með úrgangsmál og þau skipulögð bæði á byggingartíma og notkunartímanum.

Verkleg framkvæmd

Boðin var út verkleg framkvæmd fyrir Sjúkrahótel, götur, veitur og lóð. Framkvæmdinni var skipt í tvo verkhluta:

 • Götur, veitur og lóð (GVL)
 • Sjúkrahótel (SJH)

Í fyrri verkhluta eru: 

 • Aðstöðusköpun
 • Upprif á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða, ásamt jarðvinnu fyrir sjúkrahótelið
 • Öll vinna við lagnir á svæðinu
 • Uppsteypa tengiganga og stoðveggja
 • Nýbygging gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt öllum lóðarfrágangi

Í seinni hluta eru: 

 • Jarðvinna að hluta
 • Uppsteypa
 • Einangrun, steinklæðning og þakfrágangur
 • Gluggar og frágangur glugga
 • Neysluvatnslagnir, vatnsúðakerfi, fráveita og loftræsisamstæða
 • Raflagnir og smáspennulagnir
 • Innrétting starfsmannaaðstöðu og hótelherbergja
 • Innrétting matsalar, setustofa og skrifstofa
 • Vörulyftur og fólkslyftur

Verkinu átti að vera að fullu lokið 1. júní 2017 en framkvæmdir voru á eftir áætlun og lauk í janúar 2019. Áfangaskil voru 1. júní 2016 og 15. mars 2017. Verkefnið er unnið samkvæmt aðferðafræði upplýsingalíkana mannvirkja (BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega umhverfisvottunarkerfinu BREEAM

Verkleg framkvæmd

Verkleg framkvæmd sjúkrahótels og gatna, veitna og lóðar var boðin út haustið 2015 á Íslandi og EES-svæðinu. Samið var við lægstbjóðanda, LNS Sögu og LNS AS, og hófust framkvæmdir haustið 2015. Eftirlit verklegrar framkvæmdar var einnig auglýst haustið 2015. Samið var við lægstbjóðanda, Verkís hf. Á árinu 2017 var lokið við uppsteypu sjúkrahótels og unnið við frágang hússins að innanverðu og tengingar við önnur hús LSH. Jafnframt var unnið að lóðarlögun. Verkinu lauk í janúar 2019. Sjúkrahótelið verður tekið í notkun 1. apríl 2019.