Verkefni

Samgöngustofa - húsnæðismál

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Verkefni lokið
  • Verkefnisnúmer: 633 0074
  • Verkefnastjóri: Róbert Jónsson á undirbúnings- og hönnunarstigi. Gunnar Sigurðsson og Ívar Markússon á framkvæmdastigi

Um verkefnið

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) sér um öflun húsnæðis fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins.

Þann 21. febrúar 2013 óskaði innanríkisráðuneytið eftir því við FSR að stofnunin ynni frumathugun á húsnæðismálum Samgöngustofu. Þarfagreining og húsrýmisáætlun var unnin í júní 2013. Eftir að fagráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti höfðu samþykkt þarfagreiningu og húsrýmisáætlun var unnin frumathugun. Niðurstaða frumathugunar í júlí 2013 var að Samgöngustofa þarfnaðist 3.500 fermetra húsnæðis og að leiguleið yrði könnuð með því að auglýst yrði eftir húsnæði til 25 ára. Í október 2013 var auglýst eftir húsnæði fyrir Samgöngustofu. Óskað var eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem væru fyrir hendi góðar almenningssamgöngur, gott aðgengi og næg bílastæði. 

Framkvæmdasýslan annaðist meðal annars gerð leigusamningsins sem var gerður á milli Samgöngustofu og leigusala, BB29 ehf. Samningurinn var undirritaður í apríl 2014 og staðfestur af fagráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Samningurinn er tímabundinn til 25 ára nema aðilar verði sammála um annað. Um er að ræða 3.539 fermetra alls sem er allt húsið við Ármúla 2, nánar tiltekið 3.474 fermetra hús og 65 fermetra nýbyggingu á lóðinni sem var búnings- og sturtuaðstaða fyrir starfsfólk. 

Auk hlutdeildar í sameign hússins fylgir hlutdeild í lóðaréttindum og bílastæðum. Húsnæðið var afhent til notkunar í október 2014 en þá átti lokaúttekt eftir að fara fram. Lokaúttekt FSR fór fram í mars 2015. 

Verkefnastjórar veita nánari upplýsingar um verkefnið. 

Skilagrein

Skilagrein um Samgöngustofu - húsnæðismál var unnin samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Unnið var að verkefninu á tímabilinu febrúar 2013 til mars 2015. Skilamatið og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.