Verkefni

Bílastæði og göngustígar við Dynjanda í Arnarfirði

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Framkvæmd lokið
  • Verkefnisnúmer: 614 2132
  • Verkefnastjóri: Jón R. Sigmundsson og Ármann Óskar Sigurðsson
  • Tímaáætlun: Verklok voru í ágúst 2018
  • Vegmalun

Um verkefnið

Framkvæmdum við fossinn Dynjanda fyrir botni Arnarfjarðar er lokið. Verkkaupi var Umhverfisstofnun. Verkefnið snerist um gerð göngustíga og stækkun og fjölgun bílastæða við fossinn. Göngustígur að Hríðsvaðsfossi var lagfærður og gerður fær hreyfihömluð einstaklingum með því að byggja hann upp með jöfnum halla og leggja malbik á stíginn. Bílastæði hafa verið gerð rýmri, komið fyrir stæðum fyrir rútubíla og húsbíla, bæði til skemmri dvalar sem og lengri áningar. Vinnusvæðið var á vinsælu ferðamannasvæði þar sem gróður er afar viðkvæmur. Því var lögð sérstök áhersla á að halda öllu jarðraski í lágmarki. Gróðurfar kringum stíga og fossa hefur látið á sjá á undanförnum árum en með bættu aðgengi og útsýnispöllum er reynt að draga úr jarðvegsrofi og vernda svæðið um leið og ferðamönnum er beint að ákveðnum stöðum sem þola álagið betur. Aðalverktaki var Þotan ehf.