Verkefni

Hringbrautarverkefnið - Götur, veitur og lóð - Áfangi 1

 • Staða: Í verklegri framkvæmd
 • Verkefnisnúmer: 633 2002
 • Verkefnastjóri: Ármann Óskar Sigurðsson
 • Tímaáætlun: Áætluð verklok eru 2020

Um verkefnið

Verkið felst í jarðvinnu meðferðarkjarna, götur og veitur, 1. áfangi. Það felst meðal annars í:

 • Upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða.
 • Nýbyggingu gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt lóðafrágangi.
 • Allri jarðvinnu fyrir meðferðakjarna og mögulegum bílakjallara austan meðferðarkjarna.
 • Uppbyggingu tengiganga og stoðveggja.
 • Gerð undirganga við Snorrabraut (samvinnuverkefni NLSH ohf. og Reykjavíkurborgar).
 • Gerð bráðabirgðabílastæða.
 • Allri vinnu við lagnir á svæðinu, þar með talið breytingum á veitukerfum vegna vinnu við meðferðarkjarna.


Verkinu er skipt upp í nokkra áfanga.

Nánari upplýsingar er að finna á vef nýs Landspítala og hjá verkefnastjóra FSR. 

Verkleg framkvæmd

Útboð var auglýst í maí 2018 og tilboð opnuð 11. júní 2018. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Tilboði Íslenskra aðalverktaka, lægstbjóðanda, upp á 2.843.198.009 krónur var tekið 25. júní 2018. Kostnaðaráætlun var 3.409.800.000 krónur og var tilboð Íslenskra aðalverktaka því 83,38% af kostnaðaráætlun.

Um er að ræða framkvæmdir við götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang á afmörkuðum svæðum við Hringbrautina og jarðvinnu í grunni meðferðarkjarnans. Einnig er hugað að gerð bílakjallara á síðari stigum til hliðar við meðferðarkjarnann. Áætlað er að um 20 mánaða framkvæmdatíma sé að ræða eða fram á vorið 2020.