Verkefni

Byggðastofnun - nýbygging, jarðvinna

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Verkefnisnúmer: 604 0040
  • Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir og Sigurður Hlöðversson
  • Stærð mannvirkis: Um 998 fermetrar

Um verkefnið

Um er að ræða áætlunargerð og verklega framkvæmd (alverk) fyrir nýja skrifstofubyggingu. Byggingin mun rísa að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki og verður 998,6 m² og 3.805,4 m³. Aðkoma verður frá Sauðármýri. Byggingin verður á tveimur hæðum með stigarými og tilheyrandi lyftu ásamt kjallara undir hluta hússins. Inntaks- og tæknirými verða á jarðhæð. 

Verkkaupi er Byggðastofnun. 

Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (e. Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega umhverfisvottunarkerfinu BREEAM.

Áætlunargerð

Hönnunarútboð var auglýst síðla árs 2016. Þar var boðin út fullnaðarhönnun 900 m² byggingar til útboðs þar sem metin var bæði hæfni og verð. Nokkuð góð þátttaka var í hönnunarútboðinu, en hagstæðasta tilboðið áttu Arkitektastofan Úti og inni sf. ásamt VSB verkfræðistofu ehf. Öll hönnun aðkomu að byggingunni og innan hennar miðast við þarfir fatlaðs fólks. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega umhverfisvottunarkerfinu BREEAM.

Verkleg framkvæmd

Verkefnið Byggðastofnun - Nýbygging - Jarðvinna var boðin út í október 2018. Fjögur tilboð bárust. Hagstæðasta tilboðið áttu Vinnuvélar Símonar ehf. sem var 32,10% af kostnaðaráætlun eða kr. 11.876.400.- Kostnaðaráætlun var kr. 38.557.000.- Tilboði Vinnuvéla Símonar ehf. var tekið þann 2. nóvember 2018. 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, tók fyrstu gröfustungu að nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki föstudaginn 16. nóvember 2018. Sama dag var einnig undirritaður verksamningur við Vinnuvélar Símonar ehf. um fyrsta áfanga byggingarinnar, það er jarðvinnu. 

Fyrirhugað er að bjóða út annan áfanga, uppsteypu og allan frágang að utan og innan, á næstunni og þriðji áfanginn verður síðan boðinn út árið 2019, það er frágangur lóðar. 

FSR hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdinni. Stoð ehf. verkfræðistofa á Sauðárkróki mun sinna daglegu eftirliti.