Verkefni

Hjúkrunarheimili - Sveitarfélagið Hornafjörður

  • Verkkaupi: Velferðarráðuneytið
  • Staða: Í frumathugun
  • Verkefnisnúmer: 608 7040
  • Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir

Um verkefnið

Unnið er að þarfagreiningu og frumathugun vegna stækkunar Hjúkrunarheimilisins á Hornafirði um 1.000 fermetra. Fyrirhugað er að eftir stækkun verði heimilið fyrir 30 vistmenn og að húsnæðið verði í fullu samræmi við núverandi viðmið velferðarráðuneytisins hvað stærðir og aðbúnað varðar. Verkkaupar eru velferðarráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður. 

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.