Verkefni

Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu 1 - Viðbygging

  • Verkkaupi: Forsætisráðuneytið
  • Staða: Í áætlunargerð
  • Verkefnisnúmer: 501 0016
  • Verkefnastjóri: Anton Örn Schmidhauser
  • Tímaáætlun: Áætluð verklok eru í lok október 2019
  • D-svaedi-b-01

Um verkefnið

Á næstu árum er gert ráð fyrir að hús rísi á baklóð stjórnarráðshússins að Lækjargötu 1 í Reykjavík. Framkvæmdir við þetta verkefni felast í fornleifagreftri, rannsóknum og greiningu á fornminjum. Annars vegar er um að ræða rannsókn á rótuðum mannvistarlögum undir núverandi yfirborðslögum og hins vegar rannsókn á eldri mannvistarleifum sem kunna að leynast undir rótuðu mannvistarlögunum. 

Samstarfsaðili er Minjastofnun Íslands.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. október 2019. 

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.