Verkefni

Nýtt leiguhúsnæði fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála

  • Staða: Öflun húsnæðis
  • Verkefnisnúmer: 633 0037
  • Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir og Ármann Óskar Sigurðsson

Um verkefnið

Verkefninu er lokið. Framkvæmdasýsla ríkisins vann þarfagreiningu og húsrýmisáætlun fyrir stofnunina, dagsett í ágúst 2016. Samkvæmt henni þarfnaðist stofnunin um 280 fermetra skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ríkiskaup auglýsti í október 2016, fyrir hönd ríkissjóðs, eftir þeirri stærð af húsnæði til 10 ára. Tvö tilboð bárust og var tilboði frá HTO ehf. tekið. Um er að ræða 11. hæð í Turninum að Katrínartúni 2, 105 Reykjvaík. Endanleg stærð þess leigða er 346 fermetrar, þar af er séreign 270 fermetrar og sameign 76 fermetrar. 

Ekki var um miklar framkvæmdir að ræða á húsnæðinu. Leigusali sá um verklega framkvæmd breytinga og hafði Ármann Óskar Sigurðsson, verkefnastjóri FSR, umsjón með þeim. Leigusali sá um hönnun breytinganna og voru þær í höndum PK Arkitekta ehf.

Úrskurðarnefnd velferðarmála flutti í Katrínartún 2 þann 1. mars 2017.

Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar.

Skilagrein

Skilagrein um nýtt leiguhúsnæði fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála var unnin samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Unnið var að verkefninu á tímabilinu ágúst 2016 til mars 2017. Skilamatið og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.