Verkefni

Menntaskólinn á Tröllaskaga - búnaðarkaup

  • Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Staða: Verkefni lokið
  • Verkefnisnúmer: 602 0032
  • Verkefnastjóri: Sigurður Hlöðversson og Sigurður Norðdahl
  • Tímaáætlun: Verklok voru í desember 2017
  • Fjölnotasalur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Ljósmynd: Sigurður Hlöðversson, verkefnastjóri FSR.

Um verkefnið

Að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins í júní 2017 hóf Framkvæmdasýsla ríkisins útboð og innkaup á búnaði í viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga, Ólafsfirði. Búnaðarkaupin náðu til búnaðar í móttökueldhús, húsgagna í fjölnotasal og nemendarými, sviðs, hljóðkerfis, skjávarpa og skjávarpatjalda og búnaðar fyrir viðhald á skíðabúnaði og fleira.

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri. 

Skilagrein

Skilagrein um Menntaskólann á Tröllaskaga - búnaðarkaup var unnin samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Búnaðurinn var afgreiddur á tímabilinu ágúst til desember 2017. Skilagreinina og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni