Verkefni

Hringbrautarverkefnið - Rannsóknarhús

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Í áætlunargerð
  • Verkefnisnúmer: 633 2004
  • Verkefnastjóri: Örn Baldursson

Um verkefnið

 

Opið forval, útboð nr. 20427, þar sem Nýr Landspítali ohf. óskaði eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á fullnaðarhönnun rannsóknarhúss, sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík, fór fram 2016. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en útboðið var lokað öðrum en þeim bjóðendum sem tekið hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess. Fjórir umsækjendur sóttu um, Verkís hf., Corpus 3 ehf., Mannvit hf. og Grænaborg og voru þeir samþykktir enda uppfylltu þeir framsettar kröfur.

Stefnt var að lokuðu útboði um fullnaðarhönnun 2017 en það tafðist og var boðið út vorið 2018 og tilboð opnuð þann 12. júní 2018. Tilboði lægstbjóðanda, Corpus 3 ehf., var tekið þann 9. júlí 2018 sem var 477.286.560 krónur eða 71,14% af kostnaðaráætlun. Unnið hefur verið að rýni forhönnunar rannsóknarhúss á vegum NLSH og Landspítala (LSH). Markvisst var unnið með notendum samkvæmt aðferðafræði ferlahönnunar (e. lean design) undir stjórn LSH.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðu Nýs landspítala og hjá verkefnastjóra FSR. 

Frumathugun

 

Upplýsingar um frumathugun og forhönnun er meðal annars að finna í skilagrein FSR hér.