Verkefni

LSH Fossvogi, útveggir og gluggar A-álmu, 2. áfangi

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Framkvæmd lokið
  • Verkefnisnúmer: 533 0701
  • Verkefnastjóri: Ármann Óskar Sigurðsson
  • Tímaáætlun: Áætluð verklok eru 15. nóvember 2017

Um verkefnið

Verkefnið er lokaáfangi í endurnýjun og viðhaldi utanhúss á A-álmu LSH í Fossvogi sem hófst árið 2014. Verkið felst í að gera við útveggi, endursteina og skipta út gleri og gluggum á norðurhlið og hluta suðurhliðar A-álmu. Haldið er í upprunalegt útlit álmunnar.

Verkkaupi: Rekstrarsvið Landspítalans.

Umsjón og eftirlit með framkvæmdinni: Ármann Óskar Sigurðsson, verkefnastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

Hönnuðir og ráðgjafar: THG Arkitektar ehf. og EFLA verkfræðistofa.

Verktaki: Magnús og Steingrímur ehf. 

Frumathugun

Frumathugun var unnin af rekstrarsviði Landspítalans. 

Áætlunargerð

Áætlunargerð var unnin af rekstrarsviði Landspítalans. Verkefnið er hluti aukafjárveitingar vegna viðgerða á byggingum Landspítalans vegna raka og myglu. Ráðgjafar voru THG Arkitektar ehf. og EFLA verkfræðistofa.

Verkleg framkvæmd

Kostnaðaráætlun nam 242 m.kr. Tilboð voru opnuð 21. mars 2017. Alls bárust tvö tilboð. Tilboði Magnúsar og Steingríms ehf. var tekið 2. maí 2017 sem var 112% af kostnaðaráætlun. Framkvæmdir hófust í lok apríl og lauk að mestu í desember 2017. Byrjað var á múrviðgerðum og pöntun nýrra glugga. Verkið felst í að gera við útveggi, endursteina og skipta út gleri og gluggum á norðurhlið og hluta suðurhliðar A-álmu. Haldið er í upprunalegt útlit álmunnar. Framkvæmdir tókust vel í góðri samvinnu við starfsfólk spítalans en full starfsemi var á spítalanum á meðan framkvæmdir stóðu yfir.