Verkefni
Geysir, stíga- og pallagerð
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Í verklegri framkvæmd
- Verkefnisnúmer: 614 2131
- Verkefnastjóri: Pétur Bolli Jóhannesson
Um verkefnið
Að beiðni Umhverfisstofnunar haustið 2015 var óskað eftir að Framkvæmdasýsla ríkisins ynni frumathugun, áætlunargerð og hefði umsjón með verklegri framkvæmd vegna stíga- og pallagerðar á ríkisjörðinni Laug við Geysi í Haukadal .Framkvæmdasvæðið er utan girðingar sem er umhverfis hverasvæðið og er í eigu ríkisins. Byggir hönnun á tillögu Landslags ehf. sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins vorið 2014. Verkefnið felst í gerð frumathugunar, umsjón með áætlunargerð og umsjón með verklegri framkvæmd vegna stíga og útsýnispallagerðar á ríkisjörðinni Laug frá Biskupstungnavegi og upp á topp Laugafells. Gert er ráð fyrir stígatengingu við hverasvæði Geysis. Verkefnið er statt í framkvæmdafasa.