Verkefni

Hringbrautarverkefnið - Meðferðarkjarni

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Í verklegri framkvæmd
  • Verkefnisnúmer: 633 2003
  • Verkefnastjóri: Ármann Óskar Sigurðsson
  • Tímaáætlun: Áætluð verklok eru 2025
  • Hringbrautarverkefnið - Meðferðarkjarni

Um verkefnið

Í meðferðarkjarna Nýs Landspítala verður bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur, gjörgæsla og legudeildir. Jarðvinna hófst sumarið 2018 og áætlað að verkinu ljúki 2025. 

Nánari upplýsingar er að finna á vef nýs Landspítala og hjá verkefnastjóra FSR.

Frumathugun

Upplýsingar um frumathugun og forhönnun er meðal annars að finna í skilagrein FSR hér.    

Áætlunargerð

Corpus 3 hópurinn vinnur að fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans. Í Corpus 3 teyminu eru Hornsteinar arkitektar, Basalt arkitektar, LOTA verkfræðistofa, VSÓ Ráðgjöf, TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De Jong Gortmaker Algra, Buro Happold engineering, Reinertsen og Asplan Viak.

Verkleg framkvæmd

Fyrsta skóflustunga að nýjum meðferðarkjarna var tekin laugardaginn 13. október 2018.