Verkefni

Bandalag háskólamanna (BHM) - frumathugun

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Verkefni lokið
  • Verkefnisnúmer: 633 0086
  • Verkefnastjóri: Örn Baldursson
  • Tímaáætlun: Verklok voru í desember 2014

Um verkefnið

Í verkefninu fólst að vinna frumathugun (forathugun) og þarfagreiningu/húsrýmisáætlun/starfsemisgreiningu fyrir starfshóp um húsnæðismál sem formannaráð BHM skipaði. Frumathugunin innifelur meðal annars undirbúning og umsjón, fundi með verkkaupa, gerð frumathugunarskýrslu (meðal annars skoðun lausna), þarfagreiningu, starfsemisgreiningu, húsrýmisáætlun (skýrsla og rýmistafla) og verkkaupasamning. 

Staðsetning verkefnis var Borgartún 6 í Reykjavík.

Skilablað

Skilablað um Bandalag háskólamanna (BHM) var unnið samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Unnið var að verkefninu frá október 2014 til desember 2014. Skilablaðið og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.