Verkefni

Húsnæðismál Vegagerðarinnar

  • Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Staða: Í frumathugun
  • Verkefnisnúmer: 633 0095
  • Verkefnastjóri: Pétur Bolli Jóhannesson og Róbert Jónsson

Um verkefnið

Verkefnið felst í að skoða húsnæðismál Vegagerðarinnar. Í lok árs 2014 var óskað eftir að Framkvæmdasýsla ríkisins ynni frumathugun og þarfagreiningu ásamt húsrýmisáætlun vegna undirbúnings breytinga á húsnæðismálum Vegagerðarinnar. Vegagerðin er í dag með starfsemi á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og er stefnt að því að koma starfseminni fyrir á einum stað. Vinnsla þarfagreiningar og húsrýmisáætlunar er nú lokið fyrir stofnunina og er frumathugunarskýrsla í endurskoðun í byrjun árs 2018.

Auglýst var eftir húsnæði í nóvember 2018. Þar er húsrýmisþörf stofnunarinnar áætluð alls 5.963 fermetrar. Húsrýmisþörf skrifstofuhúsnæðis er 3.541 fermetrar og geymsluþörf (þjónustu- og grófrými) er 2.428 fermetrar. Þá þarf að fylgja 9.000 fermetra útisvæði. 

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 20 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við helstu stofnbrautir.

Það skal vera gott aðgengi að húsnæðinu, þar með talið fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði.