Verkefni

Húsnæðismál Vegagerðarinnar

  • Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Staða: Í verklegri framkvæmd
  • Verkefnisnúmer: 633 0095
  • Verkefnastjóri: Róbert Jónsson

Um verkefnið

Frumathugun og áætlanagerð

Verkefnið felst í að skoða húsnæðismál Vegagerðarinnar. Í lok árs 2014 var óskað eftir að Framkvæmdasýsla ríkisins ynni frumathugun og þarfagreiningu ásamt húsrýmisáætlun vegna undirbúnings breytinga á húsnæðismálum Vegagerðarinnar. Vegagerðin er í dag með starfsemi á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og er stefnt að því að koma starfseminni fyrir á einum stað. Vinnsla þarfagreiningar og húsrýmisáætlunar er nú lokið fyrir stofnunina og er frumathugunarskýrsla í endurskoðun í byrjun árs 2018.

Auglýst var eftir húsnæði í nóvember 2018. Þar er húsrýmisþörf stofnunarinnar áætluð alls 5.963 fermetrar. Húsrýmisþörf skrifstofuhúsnæðis er 3.541 fermetrar og geymsluþörf (þjónustu- og grófrými) er 2.428 fermetrar. Þá þarf að fylgja 9.000 fermetra útisvæði. 

Miðað var við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 20 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við helstu stofnbrautir.

Það skal vera gott aðgengi að húsnæðinu, þar með talið fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði.

Að útboði loknu var ákveðið að ganga til samninga við Regin hf.

Framkvæmd

Leigusamningur millir Vegagerðarinnar og Regins var undirritaður í mars 2020. Þá hófust framkvæmdir við byggingu við fyrirliggjandi húsnæði í Suðurhrauni 20. Reginn sér um framkvæmdina, en verkefnastjóri FSR hefur eftirlit fyrir hönd verkkaupa.

Fréttir

Undirritun samnings

Frétt Morgunblaðsins 2. 4. 2020