Verkefni

Ofanflóðavarnir Patreksfirði, við Litladalsá

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Verkefni lokið
  • Verkefnisnúmer: 633 1753
  • Verkefnastjóri: Þorvaldur St. Jónsson
  • Nýr árfarvegur Litladalsár mótaður.

Um verkefnið

Ofanflóðavörnum á Patreksfirði við Litladalsá er lokið. Verkkaupar voru Vesturbyggð og ofanflóðasjóður.

Verkefnið fólst í að verja íbúðarhús við Litladalsá og nýja hótelið, í fyrrum sláturhúsi bæjarins að Aðalstræti 100, gegn krapaflóðum sem falla öðru hvoru niður farveg Litladalsár. Vegna varna við hótelið myndi hættan við bensínstöðina á Aðalstræti 110 aukast og því var einnig komið fyrir vörnum við bensínstöðina.

Frumathugun

Í ársbyrjun 2013 fól Vesturbyggð verkfræðistofunni Verkís hf. frumathugun vegna ofanflóðavarna meðfram Litladalsá á Patreksfirði.

Áætlunargerð

Í júlí 2013, í framhaldi af frumhönnun, fór Vesturbyggð fram á verkhönnun á áfanga 1 því verið var að breyta sláturhúsinu, Aðalstræti 100, í hótel og forsenda rekstrarleyfis tilhlítandi ofanflóðavarnir. Niðurstaða hönnunar var í grófum dráttum eftirfarandi: a) Dýpkun og víkkun flóðfarvegs Litladalsár ca 230 m upp með ánni. b) Gerð varnargarða, þ.e. leiðigarða, stoðveggja og leiðiveggja. c) Varnir og breytt aðkoma að Bræðraborg. Verkfræðistofan Verkís hf. sá um verkhönnun og verkefnastjóri var Hörn Hrafnsdóttir verkfræðingur.

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun ehf., vann aðlögun svæðisins að landi. Tómas Jóhannsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, yfirfór hönnunarforsendur og varnartillögur fyrir hönd veðurstofustjóra.

Verkleg framkvæmd

Gerður var viðbótar verksamningur við Verktakafélagið Glaum ehf. í febrúar 2014. Samningsfjárhæð var 35.478.355 kr. með vsk. Verktaki hóf framkvæmdir um áramótin 2013/2014. Lokaúttekt FSR fór fram 18. nóvember 2015 og voru gerðar nokkrar smávægilegar athugasemdir varðandi gróðurfrágang. Ákveðið var að þær yrðu unnar sumarið 2016 samhliða mótvægisaðgerðum sem farið var í. Ábyrgðarúttekt fór fram í nóvember 2016 og var gerð án athugasemda. 

Skilagrein

Skilagrein um ofanflóðavarnir á Patreksfirði var unnin samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Framkvæmdirnar voru unnar frá byrjun árs 2013 til nóvember 2015. Skilagreinina og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.