Verkefni

Nes- og Bakkagil, varnarmannvirki

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Í áætlunargerð
  • Verkefnisnúmer: 633 1735

Um verkefnið

Samkvæmt frumathugun Verkís hf. hefur verið lagt til að byggður verði 600 metra langur og 14 til 20 metra hár þvergarður fyrir ofan byggðina í Neskaupstað. Fyrir ofan þvergarðinn verður komið fyrir tuttugu 10 metra háum keilum í tveimur röðum. Markmið með byggingu varnarvirkjanna er að stöðva hugsanleg snjóflóð fyrir ofan byggðina. Mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram og fyrir liggur frummatsskýrsla dagsett í mars 2016 og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum, dagsett 11. nóvember 2016. 

Í janúar 2017 voru boraðar sjö grunnvatnsholur. Holurnar eru útbúnar með síritandi þrýstiskynjurum sem skrá samfellt grunnvatnsstöðu. Fylgst verður með grunnvatnsstöðu fyrir og eftir framkvæmdir.

Verkkaupi er Fjarðabyggð.