Verkefni

Bygging 1772. Endurbætur, áfangi 1

  • Staða: Í verklegri framkvæmd
  • Verkefnisnúmer: 606 1040
  • Verkefnastjóri: Sigurður M. Norðdagl
  • Tímaáætlun: Áætluð lok á þriðja ársfjórðungi 2021
  • Áætlaður kostnaður: 81. m

Byggingin nr.1772 verður notuð fyrir Ríkislögreglustjóra á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli.

Hún samanstendur af aðalbyggingu sem er 350 m² og tengibyggingu, sem er 25 m² bygging fyrir ljósavél sem staðsett er norðan við aðalbygginguna.

Um er að ræða gagngerar endurbætur á byggingunni og verður hún öll endurnýjuð að undanskildu burðarvirkinu.

Í þessum áfanga verður þakið endurbyggt og settar upp nýjar útihurðir og gluggar.

Einangra og klæða útveggi að innanverðu. Leggja bráðabirgðaraflagnir og bráðabirgðamiðstöðvarkerfi.