Lykiltölur úr skilamötum FSR 1998-2016. Samanburður raunkostnaðar og áætlana.

Lykiltölur úr skilamötum FSR 1998-2016

Í skýrslunni eru dregin fram frávik milli kostnaðaráætlunar og raunkostnaðar verkefna á vegum FSR eftir árum og flokkum verkefna. Þá eru helstu lykilþættir, svo sem aukaverk, magnbreytingar og viðbótarverk greindir niður á ólíka flokka og sýnt hvernig verkefni dreifast eftir landshlutum. 

Skýrslan byggir á gögnum úr lokasamantekt verklegra framkvæmda á vegum FSR sem nefnist skilamat. Framkvæmdasýslan hefur gefið út skilamöt frá því að lög nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda voru sett. Finna má öll útgefin skilamöt FSR hér