22. október

Vistbyggðarráð heitir nú Grænni byggð

  • Graenni_byggd_logo-02
Grænni byggð er vettvangur um vistvæna þróun byggðar. FSR var stofnaðili árið 2010. 
Framkvæmdasýslan er í fararbroddi við að innleiða vistvænar vinnuaðferðir í byggingariðnaði. Mörg ríki heims hafa skuldbundið sig til að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal Ísland.

Framkvæmdasýsla ríkisins er aðili að Grænni byggð Green Building Council Iceland. Með aðildinni styrkir FSR fræðslu, umræðu og hvatningu um sjálfbæra þróun byggðar.
Framkvæmdasýslan var stofnaðili að Grænni byggð árið 2010. 


Grænni byggð er vettvangur bygginga- og skipulagsgeirans á sviði vistvænnar þróunar og starfar að fyrirmynd alþjóðlegu samtakanna Green Building Council. Hlutverk Grænni byggðar er að veita hvatningu og fræðslu um sjálfbæra þróun byggðar með það að markmiði að umhverfisáhrif frá mannvirkjagerð, mannvirkjarekstri og niðurrifi séu lágmörkuð.

Vakin er athygli á þremur áhugaverðum viðburðum sem Grænni byggð stendur fyrir í nóvember:Vidburdir-GB Sjá nánari upplýsingar um hvern viðburð og skráningu hér