26. október

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu íslensks samfélags?

  • Ljósmynd: Vigfús Birgisson
    Veröld, hús Vigdísar. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að öflugum liðsmönnum til að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum á sviði opinberra framkvæmda, húsnæðisöflunar og tengdrar stefnumörkunar. Í boði eru fjölbreytt verkefni, sveigjanleiki í starfi og tækifæri til starfsþróunar hjá þekkingarstofnun í vexti. 

Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsir eftir verkefnastjórum á fagsviði verklegra framkvæmda og skilamata, verkefnastjóra á fagsviði frumathugana og áætlunargerðar, sérfræðingi í gerð kostnaðaráætlana og teymisstjóra greininga og stefnumótunar.

Sjá nánar Laus störf.