28. janúar

Vilt þú taka þátt í að efla íslenskan byggingariðnað?

  • BVV-verkefnisstjori

Íslenski byggingavettvangurinn (BVV) óskar eftir að ráða öflugan verkefnisstjóra með frumkvæði og áhuga á umbótum í byggingariðnaði.

Íslenski byggingavettvangurinn (BVV) er samstarfsvettvangur Framkvæmdasýslu ríkisins, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs. 

Samstarfsvettvangurinn er tímabundið átaksverkefni til þriggja ára. Tilgangur BVV er að efla samkeppnishæfni innan byggingageirans, auka framleiðni og nýsköpun, stuðla að faglegri mannvirkjagerð og skila virðisauka fyrir þá sem þar starfa. Nú óskar BVV eftir að ráða öflugan verkefnisstjóra með frumkvæði og áhuga á umbótum í byggingariðnaði.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019. Nánari upplýsingar um starfssvið og menntunar- og hæfnikröfur er að finna hjá Capacent