24. ágúst

Vígsla stækkaðrar gestastofu á Hakinu á Þingvöllum í dag

  • Staekkun-gestastofu-a-hakinu
    Ljósmynd: Olga Árnadóttir
Með stækkun gestastofunnar er búið að stórbæta aðstöðu fyrir gesti þjóðgarðsins og setja upp glæsilega sýningu um sögu Þingvalla og náttúru.

Gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu var reist árið 2002 og var 212 m². Nýbyggingin vestan við núverandi gestastofu og tengigangur milli þeirra er um 1.057 m². Í nýbyggingunni er nýr aðalinngangur, fjölnotasalur sem getur meðal annars verið fyrirlestrar- eða kvikmyndasalur, kennslustofa, fundarherbergi og skrifstofa, en í stærsta hluta nýbyggingar er sýningarsalur þar sem sett hefur verið upp glæsileg og fjölbreytt sýning um sögu Þingvalla og náttúru. Eldri hluti gestastofunnar var endurinnréttaður og þar er nú veitingasala og lítil verslun.

Hönnun byggingarinnar var í höndum Glámu/Kím arkitekta ehf. Hakið ehf. (Gagarín, Gláma/Kím, Origo) sá um hönnun sýningarinnar.

Umsjón og eftirlit var í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins. Verkís ehf. er byggingarstjóri og hafði einnig umsjón með eftirliti.

BREEAM umhverfisvottun vegna hönnunar er lokið og vottun byggingar er langt komin.

Í tilefni af vígslunni hefur FSR gefið út einblöðung við vígslu mannvirkis, svokallað upplýsingablað mannvirkis sem finna má hér