15. desember

Útlendingastofnun flytur á Dalveg 18

  • Dalvegur 18. Ljósmynd: Galdrasmíði ehf.
    Dalvegur 18. Ljósmynd: Galdrasmíði ehf.
  • Afgreiðsla á 1. hæð, Dalvegi
    Afgreiðsla Útlendingastofnunar, 1. hæð á Dalvegi 18.

Útlendingastofnun er að flytja starfsemi sína úr Skógarhlíð 6 yfir á Dalveg 18 í Kópavogi. Staðið hafa yfir breytingar á húsnæðinu sem framkvæmdar voru undir eftirliti Framkvæmdasýslu ríkisins. 

Stofnunin er að flytja úr um 750 fermetrum í Skógarhlíð 6 yfir í um 1.142 fermetra á Dalvegi. Afgreiðsla stofnunarinnar á Dalvegi er á 1. hæð og skrifstofur starfsfólks og fundarherbergi á 1.-3. hæð.

Verkkaupi er fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Hönnun á vegum verkkaupa: Go-Form ehf., arkitektastofa.

Leigusamningur / hönnunarferli, ráðgjöf, umsjón og eftirlit var í höndum Ármanns Óskars Sigurðssonar, Róberts Jónssonar og Sigurðar Norðdahl, verkefnastjóra hjá FSR. 

Í tilefni af verklokum hefur Framkvæmdasýslan gefið út upplýsingablað mannvirkis þar sem er að finna nánari upplýsingar um verkefnið.