5. apríl

Uppsetning sýningar að hefjast á Hakinu á Þingvöllum

  • Framkvæmdir utanhúss í fullum gangi
    Framkvæmdir utanhúss í fullum gangi.
  • Frágangur innanhúss.
    Frágangur innanhúss.

Í stækkaðri gestastofu er að verða til glæsileg sýning.

Í stækkaðri gestastofu á Hakinu á Þingvöllum er að verða til sýning á heimsmælikvarða. Gagarín, sem sérhæfir sig í hönnun á gagnvirkum lausnum og stafrænu efni fyrir söfn og sýningar, mun hefja uppsetningu sýningarinnar mánudaginn 9. apríl nk. og er áætlað að það taki rúma tvo mánuði. Samhliða því sem Gagarín setur upp sýninguna munu verkframkvæmdir halda áfram á öðrum svæðum bæði innan- og utanhúss. 

Áætlað er að sýningin opni um leið og viðbyggingin við núverandi gestastofu er fullbyggð eða um miðjan júní 2018.  Viðbyggingin er rúmlega 1.000 fermetrar. 

Verkkaupi er Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.