12. september

Upplýsingablöð mannvirkis við vígslu

  • Thjodminjasafnid_16-11-04-Tjarnarvellir-11-164
    Hillur fyrir muni varðveislu- og rannsóknaseturs Þjóðminjasafnsins.

FSR tók upp þann sið árið 2016 að gefa út einblöðung við vígslu mannvirkis, svokallað upplýsingablað mannvirkis.

Gefin hafa verið út fimm upplýsingablöð. Fjögur hafa verið um framkvæmdaverkefni og hið síðasta, sem er nýútkomið, er leiguverkefni um varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands. Nýja varðveislu- og rannsóknasetrið markar þáttaskil í varðveislu þjóðminja og hefur Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður stundum talað um það í gamni að setrið sé hátæknisjúkrahús fyrir þjóðminjar.

Finna má upplýsingablöðin á vef FSR undir Útgefið efni og Verkefni