13. mars

Starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi

  • Ljósmynd: AKS arkitektar
    Ljósmynd: AKS arkitektar

Starfsmenn stofnunarinnar eru í teymisrýmum, það er hafa ekki fasta starfsstöð og skilja hverju sinni við hana eins og þeir komu að henni. 

Markmiðið með þessu skipulagi er meðal annars að tryggja starfsmönnum sveigjanlega vinnuaðstöðu í samræmi við ólík verkefni og breytilegar áherslur frá einum tíma til annars. Skipulagið skapar möguleika á betri nýtingu húsnæðis, auðveldar breyttar áherslur í rekstri og veitir svigrúm fyrir fjölgun starfsmanna sem fyrirsjáanleg er í nánustu framtíð. 

Sjúkratryggingar Íslands er fyrsta ríkisstofnunin hér á landi til að tileinka sér þetta skipulag sem hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og Norður-Ameríku.

Framkvæmdum við húsnæðið við Vínlandsleið lauk í febrúar 2018 en gert er ráð fyrir að flutningi stofnunarinnar ljúki í mars 2018 þegar lokið hefur verið við uppsetningu nýs húsbúnaðar. Þá mun öll starfsemi Sjúkratrygginga Íslands vera til húsa að Vínlandsleið 6-8 og 14-16. 

Stofnunin var áður í alls um 6.100 m2 húsnæði en verður eftir flutninginn í alls um 5.100 m2. Sparnaður í húsnæði er því um 1.000 m2.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á upplýsingablaði mannvirkis við vígslu sem FSR gaf út.

Umsjón, ráðgjöf og eftirlit með verkefninu var í höndum FSR.