2. nóvember

Laust er til umsóknar embætti forstjóra FSR

 • Skjaldamerki Íslands

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2017

 Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir stjórnanda með góða samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæði og viðeigandi faglegan bakgrunn.

Starfssvið:

 • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi stofnunarinnar
 • Stefnumótun og áætlanagerð
 • Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila
 • Stjórnun mannauðs
 • Erlend samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Haldgóð reynsla af stjórnun 
 • Háskólapróf á meistarastigi eða samsvarandi sem nýtist í starfi er skilyrði
 • Fagleg þekking og reynsla af verklegum framkvæmdum
 • Reynsla af stefnumótunarvinnu og breytingastjórnun
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og uppbyggilegt viðmót
 • Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur og kraftur til að hrinda verkum í framkvæmd
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs þar til breyting laga tekur gildi um áramót (sbr. 39. gr. laga nr. 70/1996).

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2017. Umsóknir óskast sendar á netfangið fjr@fjr.is. Þeim þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. 

Nánari upplýsingar veita Sverrir Jónsson (sverrir.jonsson@fjr.is) og Aldís Stefánsdóttir (aldis.stefansdottir@fjr.is) í síma 545 9200. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um skipan í embættið.

Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.

Framkvæmdasýslan veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingatæknileg málefni og undirbúning framkvæmda á vegum ríkisins.

Hún fer með yfirstjórn verklegra framkvæmda, sbr. lög nr. 84/2001, um skipan opinberra framkvæmda og reglugerðar nr. 715/2001, um skipulag opinberra framkvæmda.