13. nóvember

Samningur undirritaður og skóflustunga

Sjúkrahótel, götur, veitur og lóð

  • Kristján Þór Júlíusson teku fyrstu skóflustunguna
    Kristján Þór Júlíusson teku fyrstu skóflustunguna
  • Við undirritun verksamnings og skóflustungu
  • Sjúkrahótel
    Sjúkrahótel

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skrifaði undir samning við LNS saga ehf. um byggingu sjúkrahótels. 


Nemendur frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands vottuðu samninginn, sem er á milli Nýs Landspítala ohf. og LNS saga ehf. 

Sjúkrahótelið, ásamt götum, veitum og lóð, er fyrsti áfangi í uppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut og mun rísa á norðurhluta lóðar spítalans, milli kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs. 

Á sjúkrahótelinu verða 75 herbergi, þar sem aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur mun batna mikið. Stefnt er að því að hótelið verði tekið í notkun árið 2017.  

Heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að sjúkrahótelinu. Með honum voru m.a. fyrrverandi heilbrigðisráðherrar auk starfsmanna Landspítala, annarra velunnara hans og áhugafólks um uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut.Þetta er ánægjulegur dagur sem markar ákveðin tímamót. Nýtt sjúkrahótel mun bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra strax og það er risið. Mestu skiptir þó sú staðreynd að með þessum fyrsta áfanga eru verklegar framkvæmdir við uppbyggingu þjóðarsjúkrahúss hafnar. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. 


Framkvæmdir hefjast fljótlega á lóð Landspítala. Fyrst eru gerð bráðabirgðabílastæði sunnan við aðalbygginguna, sem koma í stað annarra stæða sem verður lokað tímabundið. Þessari framkvæmd lýkur um miðjan desember.