19. desember

Opnun tilboða í fornleifagröft á lóð við stjórnarráðshúsið

  • Fornleifagr
    Mynd: Onno ehf. Framkvæmdasvæðið er merkt með rauðri heilli línu.

Tvö tilboð bárust í verkefnið lóð við stjórnarráðshúsið, Lækjargötu 1 - fornleifagröftur. 

Á næstu árum er gert ráð fyrir að hús rísi á baklóð stjórnarráðshússins að Lækjargötu 1 í Reykjavík. Framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í þessu verkefni felast í fornleifagreftri, rannsóknum og greiningu á fornminjum. Annars vegar er um að ræða rannsókn á rótuðum mannvistarlögum undir núverandi yfirborðslögum og hins vegar rannsókn á eldri mannvistarleifum sem kunna að leynast undir rótuðu mannvistarlögunum. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. október 2019. 

Óskað var eftir tilboðum í framkvæmdirnar í nóvember síðastliðnum. Tvö tilboð bárust. Kostnaðaráætlun verksins er kr. 101.344.800. Bæði tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun og má finna þau hér. Tilboðin eru í yfirferð hjá FSR.

Yfirlitsmynd lóðar og nágrennis