12. júní

Nýtt skipurit FSR tekur gildi 1. september

Aukin áhersla á þekkingarsköpun og áætlanagerð

Ör þróun undanfarinna ára kallar víða á breyttar áherslur.

Ör þróun undanfarinna ára kallar víða á breyttar áherslur. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur undanfarin misseri gert ýmsar breytingar á ferlum sínum með það að markmiði að efla áætlunargerð vegna eigna- og leigumála ríkisaðila til lengri og skemmri tíma. Meðal lykiláherslna er innleiðing stafræns vinnuumhverfis í verkefnum FSR en innleiðingaferli er nú í fullum gangi. Á grundvelli stefnumótunarvinnu sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði hefur Framkvæmdasýslan nú kynnt starfsfólki nýtt skipurit og auglýsir um helgina eftir fjórum nýjum starfsmönnum. Nýtt skipurit mun taka gildi 1. September 2020.

Hér má sjá nýtt skipurit:

Nýtt skipurit tekur mið af breyttum verkferlum og eykur getu stofnunarinnar til að skapa verðmæta þekkingu á málaflokkum sem heyra undir stofnunina og til þess að bæta þjónustu stofnunarinnar. Meðal lykiláherslna er að stuðla að bættri nýtingu auðlinda hins opinbera og auka hagkvæmni og gæði við öflun og breytingar á aðstöðu ríkisaðila.

Meðal þeirra þátta sem innleiddir verða í breyttu stjórnskipulagi eru sérstök teymi í kringum sérhæfð verkefni s.s. hjúkrunarheimili, ofanflóðavarnir, friðlýst svæði og skrifstofuhúsnæði. Verkhönnun og verkframkvæmdir munu eftir breytinguna heyra undir eitt svið með það að markmiði að efla þekkingarmiðlun þvert á framleiðslukeðju framkvæmdaverkefna. Þá tekur til starfa nýtt svið fjárfestingaráætlana og greininga, sem ætlað er að tryggja markvissari yfirsýn og greiningu lykilstærða vegna eigna- og leiguverkefna ríkisins.

Störf sem auglýst eru nú má finna hér.