22. janúar

Nýr vefur FSR tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

  • Íslensku vefverðlaunin 2015

Nýr vefur Framkvæmdasýslu ríkisins tilnefndur í flokknum "Aðgengilegir vefir" 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. 

Hátíðin sjálf verður haldin með pompi og prakt þann 29.janúar í Gamla Bíó.Átta manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum, ásamt tveim varamönnum, hefur metið hátt á annað hundrað verkefna sem send voru inn að þessu sinni og úrslit liggja nú fyrir. Veitt verða verðlaun í 15 flokkum, en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að. Í sviga fyrir aftan heiti verkefnis koma fram samstarfsaðilar, ef einhverjir. 

Nýr vefur Framkvæmdasýslu ríkisins var opnaður í byrjun september 2015. Hönnun og vefun var í umsjón Hugsmiðjunnar.