2. nóvember

Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra. 

Kristjan-Rafn

Kristján Rafn Harðarson hóf störf hjá FSR í gær. Kristján er byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands (HR) og með raungreinapróf frá sama skóla. Hann er með húsasmíðamenntun, hefur hlotið löggildingu sem hönnuður og lokið við réttindi byggingarstjóra, I, II og III. Þá hefur hann lokið við ýmis námskeið tengd hönnunarforritum mannvirkja, vega og BIM.

Kristján Rafn hefur starfað sem smiður og bifreiðastjóri. Hann hefur komið víða að hönnun og stjórn mannvirkja af ýmsum stærðum og gerðum og komið að hönnun/hönnunarstjórn vega bæði á Íslandi sem og í Noregi. Hefur starfað sem byggingarstjóri/umsjónarmaður eftirlits mannvirkja af ýmsum stærðum og gerðum. Hefur einnig unnið mikið við hönnun sem og framkvæmdaeftirlit lagna, stofnlagna, fráveitulagna og fleira. Kristján starfaði áður hjá Verkís hf. (Fjarhitun) sem byggingartæknifræðingur 1999-2018.

Við bjóðum Kristján hjartanlega velkominn til starfa.