26. nóvember

Ný viðmið um skipulag stærri heilsugæslustöðva gefin út

Framkvæmdasýslunni var falið að gefa út viðmið um stærð og skipulag heilsugæslustöðva. Ritið kom út í dag.

Í byrjun árs 2019 óskaði heilbrigðisráðuneytið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að Framkvæmdasýslu ríkisins yrði falið að vinna samræmd stærðarviðmið fyrir húsnæði heilsugæslustöðva sem grundvöll fyrir frumathuganir og húsrýmisáætlanir fyrir þessar stofnanir. 

Framundan var vinna við gerð frumathugana og húsrýmisáætlana fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Til að samræma þessa áætlanagerð meðal annars á grundvelli fjölda skjólstæðinga hverrar stöðvar, þjónustu sem boðið er upp á og fleiri þátta þótti nauðsyn að hafa samræmd stærðarviðmið húsnæðis. 

Við vinnslu viðmiðanna þótti skynsamlegt að stærðarviðmiðin myndu ekki einungis taka til framangreindra heilsugæslustöðva heldur yrði líka miðað við heilsugæslustöðvar sem væru með um 10.000 skráða skjólstæðinga. Viðmiðin taka því einnig til annarra heilsugæslustöðva á landsbyggðinni sem falla undir stærðarviðmiðin. Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru flestar með um og yfir 10.000 skráða skjólstæðinga.

Viðmiðin má finna meðal annars hér