4. mars

Upphaf framkvæmda við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  • SVF
  • SVF

Skóflustunga sunnudaginn 8. mars kl. 15:00

Tíu daga biðtími vegna útboða í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er nú liðinn og bárust engar athugasemdir við útboðið.

Eykt ehf. voru lægstbjóðendur með tilboð upp á krónur 1.367.519.066.- sem var 97,3 % af kostnaðaráætlun. Niðurstöður útboða er að finna undir útboð.

Framkvæmdir munu hefjast næstu daga og verður byrjað á því að girða byggingasvæðið af, en við það munu lokast fjórar bílastæðaraðir á milli Brynjólfsgötu og Gömlu Loftskeytastöðvarinnar og gangstígur frá Suðurgötu að norðurhlið Lofsskeytastöðvarinnar, einnig gangstígur milli Brynjólfsgötu og VR1. Hjáleið er um gangstíg sunnan við Gömlu Lofstkeytastöðina og gagnstétt meðfram Suðurgötu.

Fyrsta skóflustungan verður í kjölfarið tekin sunnudaginn 8. mars kl. 15:00.

Framkvæmdir munu standa yfir í 18 mánuði og eru áætluð verklok í október 2016. Verkkaupi stefnir á að halda kynningarfund fyrir íbúa sem verður auglýstur síðar.

Verkefnastjóri FSR er Guðbjartur Á. Ólafsson.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur var hönnuð eftir aðferðafræði BIM og verður einnig farið eftir aðferðafræðinni í verklegri framkvæmd. Nánari upplýsngar um BIM má finna á vef BIM Ísland, www.bim.is og hér.

Nánar um verkefnið