9. maí

Þrjár deildir LRH flytja að Vínlandsleið 2-4

Tæknideild, tölvurannsókna- og rafeindadeild og vörsludeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, LRH, hefur flutt í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík. Þessar deildir þjónusta öll embætti landsins. 

Hlutverk tæknideildar er að sinna vettvangs- og samanburðarrannsóknum, framkvæma tæknirannsóknir á sönnunargögnum auk líftæknisviðs sem leitar lífsýna í alvarlegum ofbeldis- og kynferðisbrotum. Tæknideild tekur Að utaneinnig við öllum áfana- og fíkniefnum sem lögreglan leggur hald á og forprófar. Hlutverk tölvurannsókna- og rafeindadeildar er annars vegar að taka við tölvum og tölvubúnaði og gera gögn af þeim sýnileg rannsakendum, hins vegar að koma á tengingum vegna símhlustana og veita ýmsa aðra sérhæfða þjónustu vegna rannsókna lögreglu. Þessar tvær deildir eru í miklum samskiptum við vörsludeild, enda fara allir munir sem rannsaka þarf um hana og því mikið hagræði af þessari nýju skipan og aukið öryggi, við að vera í sama húsnæði. 

Nýja húsnæðið er á tveimur hæðum, þar sem skrifstofur snú að mestu út á götu og gefa starfsfólki einstakt útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Rannsóknarstofur eru austanmegin í húsinu, að mestu gluggalausum rýmum, en tila ð hleypa dagsbirtu inn, eru gluggar fram á gang. Áður voru rannsóknarstofur í húsnæðinu og því var til staðar loftræstikerfi sem uppfyllit þær kröfur sem rannsóknarstofur LRH þurfa að uppfylla. 

Róbert Jónsson, FSR, var með ráðgjöf við húsnæðisöflunina fyrir hönd innanríkisráðuneytisins. Húsnæðið var tekið í notkun í maí. 
FSR óskar Lögrelgustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til hamingju með þetta nýja og glæsilega húsnæði.