24. janúar

FSR í samstarfi við EHÍ með námskeið í BIM

FSR í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands verða með morgunfundi um aðferðafræði BIM í febrúar og í framhaldi af því með námskeið. BIM stendur fyrir Building Information Modelling eða upplýsingalíkön mannvirkja.

Á fyrsta morgunfundinum, þann 13. febrúar kl. 8:30-10:00, verður fjallað um samræmingu og samskipti í BIM verkefnum. Á seinni morgunfundinum, þann 27. febrúar kl. 8:30-10:00 verður fjallað um áætlanir í BIM verkefnum.

 
BIM: Samræming og samskipti í BIM verkefnum
Tími:
 Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 8:30-10:00
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7
Skráningafrestur til 10. febrúar í gegnum EHÍ
Skráning hér.

BIM: Áætlanir - morgunfundur
Tími:
 Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 8:30-10:00
Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7
Skráningafrestur til 24. febrúar í gegnum EHÍ
Skráning hér.

Markmiðið með morgunfundunum er að fjalla um ýmis málefni tengd BIM út frá fræðilegu sjónarmiði og út frá verklagi á vinnumarkaði og um leið vera vettvangur fyrir fólk að skiptast á skoðunum um framgang BIM, læra hver af öðrum og ræða málefni tengd BIM. Fundirnir eru fyrir alla sem hafa áhuga á BIM og vilja vita meira.

Í mars verður svo haldið námskeið um aðferðafræðina sjálfa, BIM aðferðafræðin: Ávinningur, hönnun og ferli.Námskeiðinu er skipt upp í 3 lotur, BIM 101, BIM tækni og BIM ferli. Námskeiðið er ætlað að veita öllum aðilum byggingariðnaðarins á Íslandi innsýn í BIM heiminn og tækifæri til að vera betur í stakk búnir til að innleiða BIM í verkefnum/fyrirtækjum. 
Stefnt er að því að í lok námskeiðsins hafi þátttakendur öðlast undirstöðu þekkingu um aðferðafræði BIM og geti byggt ofan á þessa þekkingu eftir fagsviðum.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vef EHÍ