3. febrúar

Verksamningur undirritaður vegna Fangelsisins á Hólmsheiði

  • Verksamningur undirritaður vegna Fangelsis á Hólmsheiði
    Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. og Pétur U. Fenger, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins undirrituðu verksamninginn fyrir hönd verktaka og verkkaupa.

Föstudaginn 31. janúar 2014 var undirritaður verksamningur milli innanríkisráðuneytisins og Íslenskra aðalverktaka hf. vegna verklegrar framkvæmdar Fangelsis á Hólmsheiði, hús og lóð.

Útboð í verklega framkvæmd húss og lóðar var auglýst 17. ágúst síðast liðin og voru tilboð opnuð hjá Ríkiskaupum 5. desember síðast liðin. Alls bárust þrenn tilboð í framkvæmdina þar sem tilboð ÍAV var lægst upp á krónur 1.819.963.591.-, eða 94,92% af kostnaðaráætlun. Jarðvegsframkvæmdum lauk í október 2013. 

Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf. og Pétur U. Fenger, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins undirrituðu verksamninginn fyrir hönd verktaka og verkkaupa.

Verkefnastjóri FSR er Örn Baldursson. Aðalhönnuður er Arkís en verkfræðihönnun skiptist á milli Mannvits, Verkís og Verkfræðistofu Snorra Ingimarssonar