21. desember

Bók um sjálfbærar byggingar

  • Snæfellstofa, Vatnajökulsþjóðgarði
    Snæfellstofa, Vatnajökulsþjóðgarði

Nordic Innovation gefur út bók um sjálfbærar byggingar á Norðurlöndunum. 

Nordic innovation hefur gefið út bókina 30 Sustainable Nordic Buildings. Í bókinni er að finna umfjöllun um 30 byggingar á Norðurlöndunum, allt frá leikskólum til skrifstofuhúsnæðis, jafnvel fangelsi! Sumar byggingar eru nú þegar í notkun, en aðrar jafnvel enn á teikniborðinu.

Þessar byggingar eiga það sameiginlegt að útfæra meginreglur sáttmála Norðurlandanna, The Charter, snilldarlega.

Framkvæmdasýsla ríkisins er umsjónaraðili tveggja verkefna í bókinni, sem kynnt eru fyrir hönd Íslands. 

Þessi verkefni eru: 

Snæfellstofa, Vatnajökulsþjóðgarði
Fangelsið á Hólmsheiði

 
Nordic Built sáttmálinn er norrænt samstarfsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til þróunar samkeppnishæfra lausna í vistvænni mannvirkjagerð. Sáttmálinn samanstendur af 10 meginreglum sem t´kna styrk og væntingar Norðurlandanna til að þróa og búa til lífvænlegar, snjallar og sjálfbærar borgir og byggingar, að teknu tilliti til orku, loftslags, efnahags og fólks.