29. ágúst

Leigusamningur um húsnæði fyrir Tryggingastofnun ríkisins undirritaður

  • Tryggingastofnun flytur í Hlíðasmára
    Tryggingastofnun flytur í Hlíðasmára

Þann 27. ágúst síðastliðinn var skrifað undir leigusamning um nýtt húsnæði fyrir Tryggingastofnun ríkisins.

Húsnæðið er við Hlíðasmára 11 í Kópavogi og tekur stofnunin allt húsnæðið á leigu sem er 2.564 fermetrar að stærð. Breytingar á húsnæðinu standa yfir og er gert ráð fyrir að stofnunin flytji inn í húsnæðið 15. desember nk.

Húsnæðið er í nýjum skilgreindum svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins þar sem almenningssamgöngur eru góðar.

Verkkaupi er fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Stjórn verkefnisins er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.