6. febrúar

Leigusamningur um húsnæði fyrir dómstólasýsluna undirritaður

  • Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., undirrita leigusamning um húsnæði fyrir dómstólasýsluna.
    Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., undirrita leigusamning um húsnæði fyrir dómstólasýsluna.

Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., undirrituðu leigusamning um húsnæði fyrir dómstólasýsluna að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík í dag.

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hafði umsjón með öflun húsnæðisins og hefur eftirlit með framkvæmd á staðnum.

Dómstólasýslan er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Frekari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.domstolar.is