22. október

Landlæknir flytur á Höfðatorg

Landlæknir hefur undirritað leigusamning við Regin um húsnæði fyrir embættið og flytur embættið á Höfðatorg 1. nóvember næstkomandi. 

Alma Möller landlæknir undirritaði nýverið leigusamning við fasteignafélagið Regin um leigu á 1.500 fermetra húsnæði fyrir embættið. Embættið flytur inn í húsnæðið, sem er á 6. hæð í Katrínartúni 2 við Höfðatorg. Helgi S. Gunnarsson undirritaði samninginn fyrir hönd Regins.

Verkefnastjóri FSR hefur unnið að verkefninu í nokkra mánuði í góðu samstarfi við landlækni. Að lokinni þarfagreiningu og gerð húsrýmisáætlunar var gerð húslýsing og auglýst eftir húsnæði. Verkefnastjóri FSR stýrði vettvangskönnunum á þeim eignum sem komu til greina. Reyndist húsnæði í eigu Regins við Höfðatorg henta embættinu best og vera hagkvæmasti kosturinn.

Nokkrar breytingar þurfti að gera á húsnæðinu. Verkefnastjóri FSR fylgdi breytingunum eftir og mun gera lokaúttekt áður en starfsmenn landlæknisembættisins, sem eru um 70 talsins, flytja í húsnæðið 1. nóvember næstkomandi.