14. júní

Kynningarfundur um Hringbrautarverkefnið

  • Nlsh
    Ljósmynd fengin af vef Hringbrautarverkefnisins, nyrlandspitali.is

Kynningarfundur var haldinn á vegum NLSH á Fosshóteli 13. júní 2018.

Fundinn sóttu fjölmargir aðilar sem tengjast verkefninu.

Erindi héldu Gunnar Svavarsson, NLSH, sem fór yfir verkefnin framundan, Ögmundur Skarphéðinsson, Corpus, sem fór yfir hönnun nýs meðferðarkjarna, Maurits Algra frá DJGA fór yfir hönnun á nýjum spítölum, Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR), fór yfir þátt FSR í Hringbrautarverkefninu og Ásbjörn Jónsson NLSH gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðvinnu Nýs þjóðarsjúkrahúss sem hefst í sumar.

Fundarstjóri var Erling Ásgeirsson, formaður stjórnar NLSH ohf.