21. desember

Jóla- og áramótakveðja FSR

  • Jol-nyjasta
    Stiginn í Veröld, hús Vigdísar, sem hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og tungumálanám við Háskóla Íslands. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.
Starfsfólk FSR óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Veröld, hús Vigdísar, sem hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og tungumálanám við Háskóla Íslands, er eitt af stóru verkefnunum sem var í umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins á árinu 2017. Það var vígt á sumardaginn fyrsta. 

Vigfús Birgisson tók meðfylgjandi innanhússmynd af  stiganum í byggingunni sem er áberandi þegar komið er inn í alrými og vindur sig upp eftir því undir loftgluggum. Arkitektarnir Kristján Garðarsson og Haraldur Örn Jónsson, hjá arkitektastofunni Andrúm, sögðu í viðtali við á RÚV í apríl sl.: „Stiginn kom strax til okkar þegar við fórum að hugsa um húsið og tilgang þess. Tungumálin tengja okkur öll saman og stiginn er holdgerving þeirrar hugmyndar.“

  • Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrir Háskóla Íslands
  • Umsjón og eftirlit: Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR), Halldóra Vífilsdóttir, verkefnastjóri áætlunargerðar, Guðbjartur Á. Ólafsson, verkefnastjóri verklegrar framkvæmdar og Ívar Már Markússon, verkefnastjóri, aðstoð við eftirlit.
  • Hönnun: Andrúm arkitektar, Kristján Garðarsson og Haraldur Örn Jónsson arkitektar (bygging og lóð), Verkís ehf. (burðarþol, lagnir, loftræsing, raflagnir, lýsingarhönnun, bruna- og öryggishönnun), Trivium ráðgjöf (hljóðhönnun), Hornsteinar arkitektar (ráðgjafar BREEAM vottunar)
  • Listskreyting: Margrét Blöndal (myndasería í tengigangi), Arna Óttarsdóttir (veggteppi í fyrirlestrarsal) og Lawrence Weiner (textaverk við norðurstiga)
  • Verktakar: Eykt hf.

Verkefnið var unnið samkvæmt aðferðafræði BIM og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM