13. febrúar

Hvernig byggjum við meira? Afkastageta íslensks byggingariðnaðar

  • Byggingaridnadur

Íbúðalánasjóður og Íslenski byggingavettvangurinn standa fyrir opnum fundi um afkastagetu og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði fimmtudaginn 15. febrúar kl. 12.00 í Borgartúni 21.

Íbúðalánasjóður og Íslenski byggingavettvangurinn standa fyrir opnum fundi um afkastagetu og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði. Að undanförnu hefur sú mikla þörf sem er á uppbyggingu íbúða hér á landi verið til umræðu. Getur byggingariðnaðurinn mætt þeirri þörf á næstu árum? Er þörf á breytingum hjá fyrirtækjum í greininni og í rekstrarumhverfi þeirra til að stuðla að meiri framleiðni?

Dagskrá:

Of mikið af hinu góða? Staðan í byggingariðnaði

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, fjallar um stöðu byggingariðnaðar með hliðsjón af þeim hraða vexti sem nú á sér stað í greininni.

Hvernig bætum við framleiðni í íslenskum bygginga- og mannvirkjageira?

Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins, fjallar um rannsókn á möguleikum til aukinnar framleiðni í greininni.