26. febrúar

FSR sigraði Lífshlaupið

Allir starfsmenn tóku þátt

Lífshlaupinu 2021 lauk um hádegi 25. febrúar. Niðurstaðan í keppni fyrirtækja með starfsfólk á bilinu 30-69 varð sú að FSR sigraði. 

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Forsaga Lífshlaupsins er að árið 2005 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfshóp til þess að fara yfir íþróttamál á Íslandi með það að markmiði að móta íþróttastefnu.

Í skýrslunni er að finna leiðir fyrir alla hópa þjóðfélagsins, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum til að stunda íþróttir og hreyfingu með einum eða öðrum hætti sér til heilsubótar. Á sama tíma setti vinnuhópurinn af stað vinnu að vef sem ÍSÍ var afhentur haustið 2006. Síðan þá hefur almenningsíþróttasvið ÍSÍ, ásamt samstarfsaðilum, mótað verkefnið Lífshlaupið með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega.

Lífshlaupið hefur síðan komið þjóðinni á hreyfingu á Þorra og Góu, kærkomin tilbreyting í skammdeginu og góð upphitun fyrir vor og sumar. 

Verðlaunaafhending fyrir árangur í lífshlaupinu fór fram í höfuðstöðvum ÍSÍ í hádeginu 26. febrúar og tóku Kristján Sveinlaugsson, Gísli Þór Gíslason og Rakel Guðmundsdóttir við verðlaununum fyrir hönd starfsfólks FSR.