20. nóvember

Framkvæmdasýslan auglýsir eftir starfsfólki

  • Starfsfólk FSR vorið 2020.

Framkvæmdasýslan auglýsir um helgina fjögur störf laus til umsóknar

Mikil fjölgun verkefna hjá Framkvæmdasýslunni undanfarið kallar á fjölgun starfsfólks. 

Um helgina birtist í fjölmiðlum auglýsing þar sem auglýst eru laus til umsóknar fjögur störf hjá stofnuninni. Um er að ræða stöður sérfræings í viðskiptagreind og verkefnastjóra í umhverfismálum, verkhönnun og verklegum framkvæmdum. 

Ráðgjafarstofan Intellecta fer með umsjón ráðninga, en umsóknarfrestur í öll störfin rennur út 7. desember. Nánari upplýsingar um störfin fjögur má finna hér .