12. mars

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti sér starfsemi FSR

  • GIogBB_1552406435644
    Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, kynnti starfsemi FSR fyrir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, heimsótti FSR í dag. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, kynnti fyrir honum starfsemi FSR, það sem er á döfinni og tækifæri í eflingu starfseminnar á komandi árum. 

Áætlað er að ráðherra heimsæki allar undirstofnanir fjármála- og efnahagsráðuneytisins á næstunni. FSR var fyrsta stofnunin sem hann heimsótti. Við þökkum ráðherra kærlega fyrir komuna.